Lómatjörn 4, Reykjanesbær


TegundRaðhús Stærð156.00 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN!

Í einkasölu, Virkilega glæsileg eign á besta stað við Lómatjörn 4 í Innri Njarðvík í göngufæri við leik og grunnskólann.

* Stór sólpallur með heitum potti
* Rúmgóður bílskúr með epoxy á gólfi
* Upptekin loft með hallogenlýsingu
* 3 rúmgóð svefnherbergi


Lýsing eignar;

Gengið er inn í flísalagða forstofu með innbyggðum skáp, upptekin loft og hallogenlýsing.
Þegar að inn er komið eru barnaherbergin sitthvoru megin við forstofuna. Þau eru bæði rúmgóð með innbyggðum skápum og uppteknum loftum með hallogenlýsingu.

Eldhúsið, stofan og sjónvarpsherbergið eru í oppnu rými sem eru svokallað hjarta eignarinnar.

Eldhúsið
er einkar glæsilegt með mikklu skápaplássi og innbyggðri uppþvottavél. Hálfur veggur skilur að stofu og eldhús sem að gefa aukna birtu á milli stofu og eldhúss.
Stofan er opin og björt með útgengi á stóran sólpall með heitum potti og hurð frá palli er út í garðinn.
Sjónvarpsholið er rúmgott.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðum skápum, parket og upptekin loft með hallogenlýsingu.
Baðherbergið er glæsilegt, flísalagt í hólf og gólf með stóru baðkari og sér sturtu, innrétting og upphengt salerni.
Þvottahúsið er með hvítri innréttingu og góðu skápaplásssi, gengið er í gegnum þvottahús til þess að komast í bílskúrinn.
Bílskúrinn er fullkláraður með epoxy á gólfi, góð geymsla er innst í skúrnum ásamt geymslulofti. 
Innkeyrslan er stimpluð með snjóbræðslu.

* Gólfefni eignarinnar eru flísar á alrými og eikarparket á svefnherbergjum.
* Fulbúin eign sem vert er að skoða, Laus fljótlega.





 

í vinnslu