Lyngholt 15, Reykjanesbær


TegundHæð Stærð98.40 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

LÆKKAÐ VERÐ!

Stórglæsileg eign á besta stað í Holtaskóla-hverfi sem búið er að taka í gegn á afar smekklegan og vandaðan hátt.

* Búið er að endurnýja eldhúsið
* Nýtt gólfefni er á allri íbúðinni
* Nýjar innihurðar - sér pantaðar í sama lit og á veggjum.
* Búið er að draga nýtt rafmagn í alla íbúðina
* Búið er að steypa plötu undir bílkskúr

Um er að ræða mjög snyrtilega og góða 3 herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi - Íbúðin er vel staðsett, sundlaugin ásamt grunn. og framhaldsskóla eru í göngufæri. 
Sérbílastæði á lóð fylgir íbúðinni ásamt bílskúrsrétt en bílskúrsplata á lóð tilheyrir íbúðinni.


Nánari lýsing eignar:

Anddyri, flísar á gólfi, fatahengi.
Hol, Ljóst harðparket er á allri íbúðinni sem flæðir inn í hvert rými án þröskulda.
Stofa - Borðstofa - Eldhús eru í opnu rými  
Eldhúsið er einkar glæsilegt með nýrri svartbæsaðri innréttingu, innbyggð uppþvottavél og innbyggðu ískápur fylgja eigninni.
Hjónaherbergið er rúmgott, nýr fataskápur
Barnaherbergið er með parket á gólfi
Baðherbergið er með walk-in sturtu, upphengdu salerni og innréttingu með vask.
Þvottahús er í sameign með efri hæð.


 

í vinnslu