Suðurgata 33, Reykjanesbær


TegundHæð Stærð52.70 m2 2Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Í einkasölu - 2.herbergja íbúð á jarðhæð 52,7 fm. með sérinngangi í tvíbýlishúsi við Suðurgötu í Reykjanesbæ.

Lýsing eignar: Íbúðin er með steyptum útveggjum og sérinngangi, þrjár tröppur niður. Komið er beint í miðrými og þar til hliðar góður setkrókur og stofa.  Eldhús er með góðum borðkrók, nýlegri innréttingu og innfelldum tækjum.  Svefnherbergi og inn af því er innangengt í sameiginlegt þvottahús. 
Baðherbergið er með flísum á gólfi og umhverfis baðkarið, glugga, baðkari og innréttingu.
Gólfefni eru flísar í baðherbergi og parket á öðrum gólfum.
Snyrtileg og björt ibúð.
 

í vinnslu