Bjarkardalur (101) 4-6, Reykjanesbær


TegundTví/Þrí/Fjórbýli Stærð108.40 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Glæsileg og vönduð staðsteypt fjórbýli við Bjarkardal í Innri-Njarðvík ásamt bílskúr. 

Íbúðin er á 1.hæð, 86.3m² og bílskúr 22.1m² samtals 108.4m².

Allar innréttingar og tæki eru af vandaðri gerð, sérsmíðaðar innréttingar, hannaðar af Funkis, Ómari Sigurbergsyni.
Tæki í Eldhús AEG eða sambærilegt, 
Tæki í Baðherbergi, frá Wisa, Guoren / Grohe.

Afhendist tilbúið án Gólfefna, nema í votrýmum þar sem gólf afhendast flísalögð.
Að utan: Hellulagðar stéttar með snjóbræðslu,  malbikuð heimreið, lóð þökulögð, tilbúið með þjappaðri möl undir hellulögn eða timburpall sem fylgir ekki í garðinum.

BYGGINGARLÝSING:
Almenn atriði:
Um er að ræða fjórbýlishús við Bjarkardal 4-6 á tveimur hæðum með fjórum innbyggðum bílskúrum. Á neðri hæð eru tvær 3 herbergja íbúðir auk bílskúra en á efri hæð eru tvær eru tvær 3 herbergja íbúðir með svölum á suðurhlið og yfir bílskúrum. Aðgengi að íbúðum á efri hæð er um opnar tröppur uppá svalgang þaðan sem gengið er inn í íbúðir. Auk fjögurra bílskúra er gert ráð fyrir 6 bílastæðum lóðinni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Fjögur af þessum 6 stæðum fyrir framan bílskúrana. Á lóð er gert ráð fyrir tveimur sorpílátum fyrir hverja íbúð. 

Burðavirki:
Sökklar botnplata og allt burðavirki er staðsteypt með járnbentri steinsteypu. Þak er einhalla með 8° halla, burðavirki þaks er límtré/timbur-bitar.

Einangrun:
Sökklar og botnplata eru einangruð með 100mm polystyren einangrun ( U-gildi 0.3 W/M2 ).
Útveggir byggingarinnar eru einangraðir með 100mm polystyren einangrun ( U-gildi 0.4 W/M2 ).
Þak er einangrað með 225mm steinullareinangrun ( U-gildi 0.3 W/M2 )
Gluggar (Timbur/Ál) eru með tvöföldu k-gleri.

Klæðningar:
Allir útveggir hússsins skulu pússast og málast í ljósum og dökk gráum lit. Þá mun lítill hluti hússins málast í okkurgulum lit.
Þakvirkið klætt krossviðið eða furu og varið af PVC þakdúk eða sambærilegum samkvæmt byggingareglugerð. 
Léttir innveggir skulu vera tvöfalt gips á blikkstoðum einangraðir með steinull. 

Ýmis atriði:
Húsið er hitað upp með hefðbundinni ofnalögn en gólfhiti skal vera í eldhúsi og baðherbergjum. 
Reykskynjarar skulu vera í í´buðarrýmum auk bílskúra. 
Loftræsting skal vera í gluggalausum rýmum og uppfylla gr.10.2.5.
Gólfniðurföll í votrýmum auk bílskúra. 
Björgunarop í öllum svefnherbergjum. 
Sorpskýli samkvæmt gr.6.12.8 byggingarreglugerðar. 
Hiti í gangstétt.

Brunavarnir:
Brunakrafa milli íbúða og bílskúrs skal vera eins og fram kemur á grunnmyndum og sniði. 
Þakklæðning skal vera í flokki T.
Klæðning veggja og lofta í bílskúr skal vera í flokki 1 og klæðning lofta í íbúðum skal ekki vera lakari en í flokki 2.
Í hverju herbergi skal vera björgunarop. 
Reykskynjara í byggingunni eins og fram kemur á grunnmyndum. 

 

í vinnslu