Hjarðardalur Neðri 2, Þingeyri


TegundLóð / Jarðir Stærð1,063.60 m2 5Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

JÖRÐIN HJARÐARDALUR NEÐRI 2 Í DÝRAFIRÐI + VEIÐIRÉTTINDI + JÖRÐINNI GIL (FYRIR UTAN HÚSIÐ)

** EINSTAKT TÆKIFÆRI **


* 50% Veiðiréttindi í Hjarðardalsá sem er í sameign með jörðinni Höfða. 
* 26,4 ha land sem tilheyrir jörðinni 
* Góður húsakostur stendur á jörðinni
* Einstakt útsýni til sjávar
* Skammt frá Þingeyri ( 10 mín akstur )
* Jörðin á land að sjó
* Gólfhiti er á jarðhæð hússins ásamt kamínu og sólskála
* 2 Fjárhús (fyrir 400 kindur)
* Nýlegt 225 fm stálgrindarhús
* Skógrækt
* Búskap var hætt sl. sumar.

Stórkostlegt dróna videó af jörðinni má sjá hér;

https://youtu.be/8-vm5bhiDzs

JÖRÐIN er skráð samkv fmr 26,4 ha í ræktuðu landi sem tilheyra Hjarðardal neðri 2 (Jörðin er 72 hundruðustu að fornu mati)
GÓLFHITI er á neðri hæð hússins.
Véla/verkfærageymslan er stálgrindarhús BYGGT ÁRIÐ 2000, það er 225 fm. Búið er að steypa upp 2 bil, þetta er köld geymsla 
Fjárhúsin eru 2 á jörðinni, annað er 300 kindahús byggt árið 1957 - það stendur við Hjarðardal neðri 2. Þau eru með áburðarkjallara góðri loftræstingu og nýlegum gluggum.
Hin húsin- sem tilheyrðu áður jörðinni GIL eru byggð árið 1954 minna uppgerð og rúma um 100 kindur, gamalt fjós er sambyggt en hefur verið notað sem sauðburðaraðstaða. Áburðarkjallari er einnig í þeim húsum.


Jörðin á land að sjó og að sögn eigenda er ágæt veiði í ánni og sl. sumar veiddust c.a 200 bleikjur

Íbúðarhúsið er steinsteypt hús byggt árið 1939. Húsið er 134,8 m2 á tveimur hæðum og að auki er sólskáli sem er 23 fm að stærð óskráður samtals eru þetta því 158 fm.
Lýsing eignar;
Húsið hefur verið töluvert endurnýjað að innan en búið er að leggja gólfhita (rafmagns) á meðri hæðina, nýlegt eldhús ogbaðherbergi ásamt gólfefnum. 
Eldhús er með endurnýjaðri eldhúsinnréttingu og nýlegum Mile tækjum, flísar á gólfum.
Borðstofan er parketlögð
Stofan er einnig parketlögð, þaðan er gengið út í sólskálan en þar er að finna heitan pott og stórkostlegt útsýni út á Dýrafjörðin - Heitur pottur er í sólstofu
Kamína er á milli eldhús og stofu.
Gangur og skrifstofuhol, parketi á gólfi og nýlegir skápar í holi. 
Svefnherbergi með parket á gólfi.
Þvottahús með flísum, salerni og vaskur þar inni.
Baðherbergi ný uppgert 2017, dökkar flísar á gólfi, hvítar á veggjum og sturta með gleri.
Geymsla; Búr sem eru tvö herbergi með nokkrum hillum. Hitakútur og vatnsdæla í öðru rýminu.
Upphitað rými stúkað af frá útgangi innangegnt í eldhús.
Efri hæð;
3 svefnherbergi eru á efri hæð nýlega uppgerð og hol með skáp, parket á gólfum. 

Tré pallur er fyrir framhan húsið við innganginn af sólskála og aðalinnganginn.

Túnin;
Ræktað land er u.þ.b. 26,4 hektarar, Skógrækt er innarlega í firðinum. Einnig er gott afgirt svæði meðfram ánni sem er að mestu óræktað land sem nýtt er til beitar.
Það tekur um u.þ.b. 10 mínútur að keyra á Þingeyri og um 35 mínútur að keyra á Ísafjörð. 

Þetta er virkilega spennandi Jörð og frábært tækifæri til að hefja búskap í sælunni fyrir vestan þar sem stutt er í kaupstað.

Fallegar gönguleiðir og algjör náttúruparadís, allar uppls um eignina gefur Steinunn Sigmunds í síma 869-7035 eða á steinunn@fermetri.is

í vinnslu