Háseyla 34, Reykjanesbær


TegundEinbýlishús Stærð196.60 m2 7Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögun!

Stórt tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr innst í botngötu við Háseylu í Reykjanesbæ.


* Húsið er 148.6fm en bílskúr 48.0fm eða samtals 196.6fm
* Þakjárn hefur verið endurnýjað. 
* Skipt hefur verið um hluta glerja.
* Sjávarútsýni frá eigninni. 
* 4 svefnherbergi
* 2 baðherbergi


Neðri hæðin:
Forstofa með flísar á gólfi. 
Gestasalerni er innaf forstofu, flísar á gólfi, wc, sturta og vaskur. 
Forstofuherbergi er með parketi á gólfi.
Alrými eignarinnar er stórt eldhús, borstofa og stofa. Flísar eru á hluta en parket á hluta. Útgengt er út á afgirta verönd frá stofunni. 
Þvottahús er með flísar á gólfi, borðplássi og hillum. Útgengt út á stétt að framan. 

Efri hæðin:
Sjónvarpshol með parketi á gólfi. 
Hjónaherbergi með parketi. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað með flísum á gólfi, baðkari og innréttingu við vask. 
Tvö barnaherbergi eru á hæðinni sambærilega stór með parketi á gólfum. 

Bílskúr er með hita og rafmagni og er klár að mestu, búið er að einangra og plasta en eftir að lekta og klæða. Bílskúrshurð er ca. 3 metrar á hæð. 

í vinnslu