Vogagerði 1, Vogar


TegundFjölbýlishús Stærð73.80 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Um er að ræða 3ja herbergja 73,8 fm íbúð á jarðhæð við Vogagerði 1 í Vogunum.

Nánari lýsing: Anddyri og hol með plastparketi á gólfi, fatahengi. Eldhús með flísum á gólfi, hvítri innréttingu og litlum borðkrók. Stofa með plastparketi á gólfi, hurð út á svalir. Hjónaherbergi með plastparketi á gólfi og lausum fataskáp. Barnaherbergi með plastparketi á gólfi og lausum fataskáp. Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkar og skápur undir vaski. Sameignilegt þvottahús á hæðinni.

Eignin þarfnast viðhalds að utan sem innan. Gluggar og gler þarnast endurnýjunar. Rakaskemmdir í stofu, baðherbergi og svefnherbergi. Plastparket er lélegt. Baðherbergi þarfnast viðhalds. Þakkantur og þakjárn þarfnast viðhalds. Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, neysluvatnslagnir og raflagnir.

ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

í vinnslu