Leirdalur 19, Reykjanesbær


TegundHæð Stærð109.50 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Glæsileg 109,5fm neðri sérhæð merkt 01-0101 við Leirdal 19 í Innri-Njarðvík, Reykjanesbæ.

* Möguleiki á 13% seljandaláni til viðbótar á 6% vöxtum föstum vöxtum *
* Bílskúr fæst á 7.000.000 kr aukalega við kaupverð eða 56.500.000kr *

Laus til afhendingar

Dæmi:
Kaupverð 49.500.000kr 
80% lán frá banka 39.600.000kr 
13% seljandalán 6.435.000kr 
Útborgun kaupanda 3.465.000kr  

* Sérsmíðaðar innréttingar frá Ormsson/HTH
* Gólfhiti, 60×60 flísar og parket á gólfum.
* AEG heimilistæki, uppþvottavél og ísskápur fylgja
* LED lýsing innan- og utandyra í öllum eignum
* Garður fullfrágenginn með stórum þaksvölum eða sólpalli.
* Bílastæði hellulögð með hitalögn í gönguleið.
* Nýr skóli Stapaskóli í göngufæri, ný hverfisverslun.


Almennt um tvíbýlishúsin að Leirdal 15-21 í Reykjanesbæ:
Tvíbýlishúsin að Leirdal 15-21 eru einstaklega vandaðar eignir, þetta eru sérhæðir með stórri verönd og bílskúr fylgir annarri eigninni. Báðar hæðir eru 4ra herbergja 109,5 m2. Bílskúrinn er 32 m2 og er valkvætt hvorri eigninni hann fylgir.
Jarðhæðinni fylgir sólpallur og efri hæðinni fylgja þaksvalir ofan á bílskúr auk annarra svala út af stofu/eldhúsi.
Öllum eignum er skilað fullbúnum með öllum gólfefnum og gólfhita. Burðarvirki hússins er staðsteypt að öllu leyti. Húsin eru einangruð að utan með 125 mm steinull og klædd að utan með vönduðum flísum frá Álfaborg.
Lóð er fullfrágengin þar sem bílaplan er með hitalögn í gönguleið.
Húsið og efnisval þess er sérstaklega hannað til þess að halda viðhaldi í lágmarki.
Tvíbýlishúsin að Leirdal 15-21 eru staðsett við bogadregna götu í hjarta Dalshverfis í Reykjanesbæ sem er mjög friðsælt og fjölskylduvænt hverfi sem er í göngufæri við alla grunn- og leikskóla í hverfinu.
Byggingaraðili:
Bjarkardalur ehf. er eigandi og seljandi Leirdals 15-21 í Reykjanesbæ. Bjarkardalur ehf. er í fullri eigu Húsanes samstæðunnar sem er aðalverktaki hússins.
Húsanes sf. var stofnað 1. maí 1979 af Halldóri Ragnarssyni múrarameistara ásamt öðrum og er hann byggingarstjóri samstæðunnar en auk hans er Húsanes í eigu Heiðars Halldórssonar
Húsanes hefur frá upphafi sérhæft sig í byggingu íbúðarhúsnæðis. Jafnframt hefur félagið sinnt ýmsum öðrum byggingarframkvæmdum fyrir bæði einkaaðila sem og opinberar stofnanir. Hefur Húsanes þannig áratuga reynslu og víðtæka þekkingu á allri mannvirkjagerð sem og hönnun þar að lútandi.
Húsanes starfar samkvæmt löggildu gæðakerfi og starfsleyfum Mannvirkjastofnunar Íslands.
Við hönnun verksins var einblínt á gott skipulag og vandað útlit eignanna í fjölskylduvænu umhverfi.
Burðarvirki
Burðarvirki hússins er staðsteypt, þakvirki er byggt á stálbitum og timbursperrum.
Frágangur utanhúss
Húsið er einangrað að utan með 125mm steinull og klætt að utan með vönduðum flísum frá Álfaborg.
Allir gluggar, útidyrahurðir og svalahurðir eru úr timbri og koma frá Gluggasmiðjunni. Tvöfalt einangrunargler er í gluggunum og er 12mm loftbil á milli glerjanna.
Þakið er skilgreint einhalla og klætt með timbri og tvöfalt lag af tjörupappa brætt ofan á þakvirkið. Þakeinangrun er 200 mm steinull á milli þaksperra. Svala- og stigahandrið eru úr gleri. Utandyra er vönduð útilýsing auk rafmagnstengils.
Lóð er fullfrágengin með hitalögn í gönguleið.
Handrið eru úr hertu öryggisgleri, sólpallur og handrið umhverfis hann eru úr timbri.
Tvö bílastæði á lóð fylgja hverri eign og fer staðsetning stæðanna eftir því hvor hæðin tekur bílskúrinn.
Frágangur innanhúss
Innveggir eru ýmist steinsteyptir eða hlaðnir með 10cm milliveggjastein.
Sérsmíðaðar innréttingar eru á eldhúsi, baði og þvottahúsi sem og fataskápar og eru innréttingarnar úr reyktri eik frá Ormsson/HTH og fataskápar eru hvítir frá Ormsson/HTH. Innihurðar eru sprautulakkaðar hvítar og koma frá Birgisson.
Hiti er í öllum gólfum eigna og eru votrými flísalögð með stórum og vönduðum 60x60 cm flísum frá Álfaborg og meginrými með vönduðu 12 mm harðparketi frá Byko. Baðveggir eru flísalagðir að hluta með sömu flísum.
Eldhústæki sem eru bökunarofn og helluborð eru af gerðinni AEG frá Ormsson.
Hreinlætistæki eru frá Laufen og blöndunartæki frá Grohe. Í öllum eignum er sturta með hitastýrðu blöndunartæki, vegghengt salerni og handlaug með einnar handar blöndunartækjum. Einnig er handklæðaofn á baði. Í eldhúsi er niðurfelldur stálvaskur og einnar handar blöndunartæki. Í þvottaherbergi er ræstivaskur ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Lyfjaskápur, reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi fylgir hverri eign.
Bílskúr:
Bílskúrinn skilast fullbúinn með flísum á góflum og ræstivask og rafmagnshurð ásamt sérstakri gönguhurð.
Lagnakerfi
Húsin eru hituð með gólfhita. Heitt neysluvatn er blandað niður í 65°c sem fer betur með lagnakerfi, hæsti nothiti neysluvatns á töppunarstöðum er 43°c.
Raflagnir
Rofar, tenglar og dósir eru settar upp í samræmi við raflagnateikningar. LED lýsing er bæði innan- og utandyrara. Síma og tölvutenglar eru í stofu, hjónaherbergi og barnaherbergjum.
Breytingar á byggingartíma

Bjarkardalur ehf. áskilur sér rétt til að gera breytingar á húsinu og skilalýsingu fram að afhendingu.

Hönnuðir:
Arkitektahönnun: JEes arkitektar Lagnahönnun: Riss ehf.
Burðarþolshönnun: Riss ehf. Raflagnahönnun: Rafmiðstöðin ehf.
Lóðahönnun: JEes arkitektar/Riss ehf.

Seljandalán í boði

í vinnslu