Gjaldskrá
Söluþóknun og gagnaöflunargjald seljanda 
Einkasöluþóknun er 1,8 % auk vsk - Lágmarksþóknun er 398.000 kr,- auk vsk eða samtals 493.520 kr,-  með vsk.
Almennsöluþóknun er 2,1 % auk vsk - Lágmarksþóknun er 398.000 kr,- auk vsk eða samtals 493.520 kr,-  með vsk.
Að auki greiðir seljandi útlagðan kostnað vegna gagnaöflunar við gerð söluyfirlits Kr. 25.000 auk vsk eða samtals kr. 31.000 með vsk.
Með gagnaöflun er átt við margvíslegan útlagðan kostnað sem annars vegar tengist upplýsingaöflun um eignina og hins vegar kostnað seljanda varðandi söluferlið. Dæmi um útlagðan kostnað vegna eignarinnar eru; veðbókarvottorð, veðbandsyfirlit, fasteignamatsvottorð, eignaskiptasamningar, lóðarsamningar og teikningar. Dæmi um útlagðan kostnað varðandi söluferlið eru; vottorð frá félagaskrá Hagstofunnar, þinglýsingarkostnaður vegna yfirlýsinga og umboða seljanda, útvegun veðleyfa og stöðuyfirlita hjá fjármálastofnunum og útlagður kostnaður við niðurfellingu kvaða á félagslegum íbúðum.

Ljósmyndun og auglýsingarkostnaður seljanda
Ekkert gjald er tekið fyrir ljósmyndun frá fasteignasölu, atvinnuljósmyndun er á kostnað seljanda.
Auglýsingar á netinu eru fríar, auglýsum á mbl.is/fasteignir, fasteignir.is, fermetri.is og facebook síðu M2 fasteignasölu.
Í söluþóknun er m.a. innifalið; skoðunargjald, frágangur og vinna við umboð, gerð veðleyfa og fl.  

Skjalafrágangur
Skjalafrágangur er kr. 390.000 með vsk. 
Með skjalafrágangi er átt við að fasteignasalan annist allan frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þörf er á, enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör og afhendingu fasteignarinnar. 

Sala félaga og atvinnufyrirtækja er 3,5 % af heildarsölu, þ.m. t birgðir.

Þjónustu og umsýslugjald kaupanda
Umsýsluþóknun kaupanda er kr 59.000 með vsk

Leigusali 
Þóknun fyrir að koma á leigusamningi er að lágmarki sem nemur einum leigumánuði auk vsk. 

Verðmöt fasteigna:
Verðmat íbúðarhúsnæðis er kr. 24.800 með vsk.
Verðmat atvinnuhúsnæðis er kr. 60.000 með vsk.

Öll þjónusta fasteignasala er virðisaukaskattskyld.